Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mótmæli á Íslandi....

...virðast eiga undir högg að sækja. Þau eru talin hallærisleg leið til að koma skoðunum sínum á framfæri og stjórnvöld virðist ekki ætla að taka þau gild nema öruggur meirihluti landsmanna mæti á mótmælafund. Það þarf semsagt 160.001 mann á Austurvöll eða í Háskólabíó (!) til að mótmæli teljist gild. Þó eru einhverjir sem myndu þá segja að innan um væri fólk sem væri þarna óvart og ætluðu ekki að mótmæla.

Grein Birnu Þórðardóttur í Mogganum í dag (23.12.2008) er nokkuð góð. Hún er undrandi á því að Kolbrún Bergþórsdóttir sé orðin þreytt á mótmælendum og skemmdarverkum þeirra. Hvernig vill Kolbrún að fólk komi skoðunum sínum á framfæri? Ef ekki er hlustað, er tekið til annarra ráða.

Ég er stoltur af því að hafa mætt á nokkra fundi, en hef þó undanfarið verið allt of latur við það. Þakkir til ykkar sem hafið enn þrek í að halda baráttunni gangandi. Látum það ekki viðgangast að útrásarvíkingarnir einkavæði gróðann en ríkisvæði tapið.

hb


mbl.is Óttast að uppúr sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó það kostaði 25........

....aura! Skiptir ekki máli. VIÐ VILJUM EKKI R.A.F. Í ÞETTA EFTIRLIT.

Ingibjörg Sólrún. Hvað hefðir þú sagt fyrir nokkrum árum þegar þú varst ekki komin í þetta samstarf með Geir? Þú hefðir verið fremst í flokki fólks að mótmæla þessu.

Í eitt skipti fyrir öll: Burt með Bretana. Við viljum þá ekki. Er það skilið?

 


mbl.is Kostnaðurinn 25 milljónir - ekki 50 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband