Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
29.7.2009 | 00:37
Kæri Björgólfur Thor
Nú segir þú enn einu sinni að logið sé upp á þig.
Hvernig væri að þið fyrrum auðmenn kæmuð fram og segðuð einu sinni satt. Stuttu eftir hrunið komst þú fram í viðtali á Stöð 2, náðir að græta hörðustu menn og gott ef ekki sást glitta í geyslaBAUG ofan við hrokkið hárið. Þar sagðir þú að mánudaginn fræga í október sl. hefðu íslensk stjórnvöld fengið möguleika á að leggja "smá"-upphæð inn á reikning í GB til að liðka fyrir um að Landsbankinn yrði samþykktur af breska fjármálaeftirlitinu. Íslensk stjórnvöld hefðu ekki svarað því tilboði.
Síðar kom í ljós að þeir bresku könnuðust ekki við þetta tilboð. Fór reyndar furðu hljótt um þá frétt miðað við hvað þetta atriði er gífurlega mikilvægt.
Nú segir þú og þínir líkar endalaust að allt sé lygi, en aldrei koma nein mótrök. Aðeins fullyrðingar. Og einhverjar yfirlýsingar í gegnum talsmanninn.
Það er klárt að eitthvað gerðist. Reynið nú að tala beint út en ekki í gegnum "talsmann" ykkar. Það hrynur ekki heilt bankakerfi á stuttum tíma án þess að einhver hafi gert eitthvað rangt. Þið eruð þessir "einhver", og því krefjumst við, sem eigum að blæða fyrir þetta, skýringa.
hb
Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2009 | 01:02
Er örugglega ekki 2. apríl?
Varar við borgarastyrjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)